Nýjast á Local Suðurnes

Stal ilmvatni á Fitjum og í Krossmóa – Fékk fjögurra mánaða fangelsisdóm

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu á þrítugsaldri til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir ýmis þjófnaðarbrot, þar á meðal þjófnað úr verslunum Hagkaups á Fitjum og Lyfju í Krossmóa.

Í verslun Hagkaups, Fitjum í Reykjanesbæ, stal konan sjö ilmvatnsglösum, samtals að verðmæti kr. 55.673 og skömmu síðar sama dag í verslun Lyfju, Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, stal hún tveimur ilmvatnsglösum, samtals að verðmæti kr. 26.358, allt samtals að verðmæti kr. 82.031.

Auk fangelsisvistarinnar var konan dæmd til að greiða sakarkostnað að upphæð rúmlega 270.000 krónur.