Leita tilboða í hraðamyndavélar – “Hugsanlega sett hraðamyndavél á Grindavíkurveg”

Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum í fjórar hraðaeftirlitsmyndavélar með öllum tilheyrandi búnaði, ásamt tilboði í reglubundna kvörðun hraðaeftirlitsmyndavéla í 10 ár.
Er greint frá þessu á heimasíðu Ríkiskaupa og á vef mbl.is, G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vélarnar flestar verða settar upp í göngum.
„Þetta er fyrst og fremst útboð í myndavélar sem settar verða upp í Norðfjarðargöngum og hugsanlega meðalhraðaeftirlit á Grindavíkurvegi, það er a.m.k. opið fyrir þann möguleika,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.