Nýjast á Local Suðurnes

Leita tilboða í hraðamyndavélar – “Hugsanlega sett hraðamyndavél á Grindavíkurveg”

Rík­is­kaup hafa óskað eft­ir til­boðum í fjór­ar hraðaeft­ir­lits­mynda­vél­ar með öll­um til­heyr­andi búnaði, ásamt til­boði í reglu­bundna kvörðun hraðaeft­ir­lits­mynda­véla í 10 ár.

Er greint frá þessu á heimasíðu Rík­is­kaupa og á vef mbl.is, G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir vél­arn­ar flest­ar verða sett­ar upp í göng­um.

„Þetta er fyrst og fremst útboð í mynda­vél­ar sem sett­ar verða upp í Norðfjarðargöng­um og hugs­an­lega meðal­hraðaeft­ir­lit á Grinda­vík­ur­vegi, það er a.m.k. opið fyr­ir þann mögu­leika,“ seg­ir hann í Morg­un­blaðinu í dag.