Nýjast á Local Suðurnes

Vilja nýta flugstöðina betur – Bjóða um 25% afslátt af farþegagjöldum

Isavia býður nú flugfélögum sem bóka brottfarir vannýttum tímum dags í flugstöð Leifs Eiríkssonar, sérstakan 5 evru afslátt á farþegagjaldi flugvallarins. Það jafngildir 580 krónum eða fjórðungi af 2.265kr gjaldinu sem Isavia rukkar fyrir hvern farþega yfir vetrarmánuðina. Á sumrin er farþegagjaldið hærra eða 3.215 kr. en minna fyrir skiptifarþega.

Frá þessu er greint á vef Túrista, en þar er haft eftir Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa Isavia að hægt sé að nýta  innviði Keflavíkurflugvallar betur með dreifðu álagi.

„Það skilar sér líka í betri þjónustu við farþega í flugstöðinni að dreifa álagi með þessum hætti”. Sagði Guðni.

Að sögn Guðna hafa flugfélögin sýnt afslættinum mikinn áhuga og eru þegar farin að nýta sér hann.