Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla hvetur ökumenn til að sýna þolinmæði á Nettómótshelgi

Lögreglan á Suðurnesjum hvetur fólk til að kíkja á unga körfuknattleiksiðkendur sem taka þátt í Nettó-mótinu um helgina, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Þá biðlar lögreglan til ökumanna að sýna þolinmæði í umferðinni því mikill fólksfjöldi sé í sveitarfélögunum Reykjanesbæ og Garði þar sem mótið fer fram og umferð þar af leiðandi tekin að þyngjast.