Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara talin best af nýliðunum á heimsleikunum í crossfit

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er af fjölmiðlum vestanhafs talin vera einn af bestu af nýliðunum sem taka þátt í heimsleikunum í crossfit sem hefjast þann 22. júlí í Carson, Kalifoníu Það eru 29 nýliðar skráðir til leiks á leikana í ár og er sá hópur talinn mun sterkari en þeir nýliðar sem tóku þátt á síðustu heimsleikum.

Árangur Ragnheiðar Söru sem nú er stödd í Kaliforníu þar sem lokaundirbúningurinn fyrir heimsleikana fer fram verður að tejast ótrúlega góður en hún hefur sigrað hvert mótið á fætur öðru að undanförnu, meðal annars Evrópumótið sem fram fór í júní.

Fyrir þá sem ætla sér að fylgjast með heimsleikunum þá eru keppnistímarnir hér fyrir neðan:

22. júlí  18:00 – 22:00

24. júlí  18:00 – 05:30

25. júlí 18;00 – 05:30

26. júlí 18:00 – 03:00