Nýjast á Local Suðurnes

Skotfélagsfólk með Íslandsmet – Theodór sigraði á Landsmóti

Skotfélag Keflavíkur átti átta fulltra á Reykjavíkurleikunum, en keppt var í hinum ýmsu greinum skotfiminnar á leikunum.

Helgi Snær Jónsson gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í unglingaflokki karla í loftriffli og tók bronsið yfir heildarmótið. Aldrei hefur áður verið keppt með þessu fyrirkomulagi í flokki unglinga áður og var því Íslandsmet hjá Helga í Skotdeild Keflavíkur og hjá Viktoríu Erlu í Skotfélagi Reykjavíkur í unglingaflokki kvenna.

Skotdeild Keflavíkur átti einnig keppnedur í loftskammbyssu og voru þar Hannes Gilbert þriðji inn í úrslitin með heildarskor 509 stig og Þorgeir Þorbjarnarson sjöundi inn í úrslitin með 504 stig. Þorgeir endaði í 7. sæti eftir 14 skot með 108,0 stig. Hannes endaði í 6. sæti eftir 16 skot með 131,9 stig.

Þá keppti Theo­dór Kjart­ans­son frá Skot­deild Kefla­vík­ur á Lands­móti STÍ í þrístöðu sem fram fór hjá Skotíþrótta­fé­lagi Kópa­vogs í Digra­nesi í gær. Theodór sigraði í sinum flokki á 1.027 stig­um.