Nýjast á Local Suðurnes

Varamaðurinn tryggði Keflavík sigur á lokmínútunni

Varamaðurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson var hetja Keflvíkinga þegar hann skoraði sigurmark liðsins á lokamínútum leiksins gegn Leikni á Fáskrúðsfirði í dag. Leikurinn fór 2-3 fyrir  Keflvíkinga.

Keflvíkingar byrjuðu betur og komust yfir með marki Magnúsar Matthíassonar eftir 16 mínútna leik. Leiknir náði að jafna fyrir hlé og var staðan í hálfleik því 1-1.

Jónas Guðni Sævarsson kom Keflvíkingum yfir á ný á 57. mínútu, en heimamenn náðu að jafna skömmu síðar. Allt stefndi í jafntefli þegar Magnús Sverrir, sem var nýkominn inná, náði að lauma inn sigurmarkinu rétt áður en lokaflautan gall.

Með sigrinum komust Keflvíkingar í 5. sæti deildarinnar.