Nýjast á Local Suðurnes

Hundvotir Njarðvíkingar lögðu Ægi

Það var ekki boðið upp á besta veðrið til knattspyrnuiðkunnar þegar Njarðvíkingar léku gegn Ægi í Þorlákshöfn í kvöld, en mikil rigning og vindur einkenndu leikinn.

Heimamenn í Ægi léku undan veðrinu í fyrri hálfleik, en það voru þó Njarðvíkingar sem skoruðu fyrsta markið undir lok hálfleiksins, þegar Ari Steinn Guðmundsson kom knettinum í netið.

Harrison Hanley bætti svo við öðru marki Njarðvíkinga á 57. mínútu. Heimamenn náðu að minnka muninn tíu mínútum síðar. það var svo Theodór Guðni sem innsiglaði 1-3 sigur Njarðvíkinga á 69. mínútu.

Njarðvíkingar lyftu sér upp um tvö sæti með sigrinum í kvöld og eru í 7. sæti deildarinnar með 19 stig. Liðið leikur næst á heimavelli gegn Völsungum, en sá leikur fer fram á á sunnudaginn kl. 16:00.