Nýjast á Local Suðurnes

Víðismenn töpuðu stórt í Borgunarbikarnum

Það var ljóst fyrir leik Víðis og Fylkis í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins að Víðismenn ættu erfitt verkefni fyrir höndum, en Fylkismenn eru á toppi Inkasso-deildarinnar á meðan Víðir vermir 5. sæti annarar deildar. Og sú varð líka raunin, Víðismenn áttu í erfiðleikum allan leikinn, ef frá eru taldar upphafsmínúturnar þar sem þeir náðu að ógna marki Fylkismanna í tvígang.

Fylkir skorað fyrsta markið í 0-5 sigri á 22. mínútu leiksins og bættu öðru við á þeirri 28., 0-2, og þannig var staðan í  hálfleik. Víðismaðurinn Jón Tómas kom svo knettinum í mark Fylkis, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Fylkismenn bættu svo þriðja markinu við á 56. mínútu og undir lok leiksins litu svo tvö mörk til viðbótar dagsins ljós.