Framkvæmdir á Reykjanesbraut – Hámarkshraði lækkaður
Framkvæmdir verða á morgun, miðvikudag, á annarri akrein hluta Reykjanesbrautar til vesturs við Hvassahraun. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 08:00 til 17:00.
Hjáleiðir verða settar upp og hámarkshraði verður lækkaður við framkvæmdarsvæðið. Vegfarendur eru beiðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.