Nýjast á Local Suðurnes

Áhugi á að opna ISSI fish and chips í Singapúr

Rekstraaðilar í Singapore hafa áhuga á að opna staði undir merki ISSI FISH & CHIPS þar í landi. Eigendum staðarins, sem staðsettur er við Fitjar í Njarðvík, þeim Jóhann Issa Hallgrímssyni og Hjördísi Guðmundsdóttur var nýlega boðið til Singapore til að kanna aðstæður.

Þetta kemur fram í grein á vef Hugverkstofunnar, en þar er ISSI fish& chips fyrirtæki mánaðarins, þar segir meðal annars að vegna þessa áhuga hafi verið tími til kominn að tryggja sér eignarrétt á vörumerkinu og fram undan sé að huga að skráningum á erlendum mörkuðum.