Nýjast á Local Suðurnes

Norðurál vill nýta lóð og hús undir aðra starfsemi en álframleiðslu

Norðurál hefur sent Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ erindi þess efnis að sveitarfélögin skoði möguleika á að rýmka til fyrir fyrirtækið þannig að hægt verði að nýta lóð og húsnæði fyrirtækisins í Helguvík undir aðra starfsemi en álframleiðslu.

Fyrirtækið sér ekki fram á að fá þá raforku sem þarf í álframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð og vill því kanna möguleika á að nýta eignirnar í annarskonar starfsemi