Nýjast á Local Suðurnes

Úlfar næsti lögreglustjóri

Úlfar Lúðvíksson, núverandi lögreglustjóri á Vesturlandi, verður næsti lögreglustjóri á Suðurnesjum. Fimm aðilar sóttu um embættið.

Þetta kemur fram á vef RÚV, en þar segir að Úlfari verði afhent skipunarbréf á morgun.

Auk Úlfars sóttu Daniel Johnson, fjórði æðsti herlögreglumaður svissneska ríkisins G1(USC1) undir herlögreglustjóra Sviss, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðstjóri ákærusviðs LRH, Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og Súsanna Björg Fróðadóttir, aðstoðarsaksóknari LSS um starfið.