Glæsimörk þegar Grindvíkingar lyftu sér upp í þriðja sætið

Grindavík lyfti sér upp í þriðja sæti Pepsídeildarinnar, eftir 2-2 jafntefli gegn KR á Grindavíkurvelli í dag. Það kann þó að vera skammgóður vermir, því FH-ingar eiga þrjá leiki til góða á Grindvíkinga, en einu stigi munar á liðunum.
Það voru KR-ingar sem komust yfir í leiknum, en Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði jöfnunarmark Grindvíkinga og var það í glæsilegri kantinum, með þrumuskoti utan tegs sem hafnaði í þverslá og inn.
William Daniels skoraði seinna mark Grindvíkinga og kom þeim yfir á 75. mínútu, en hann þrumaði knettinum einnig í þverslánna og inn, en af styttra færi. KR-ingar jöfnuðu metin um fimm mínútum síðar og þar við sat.
Andri Rúnar hefur nú gert 15 mörk í 17 leikjum Grindvíkinga í deildinni í sumar.