Nýjast á Local Suðurnes

Tyson-Thomas með 53 stig í Njarðvíkursigri – Grindavík vann en Keflavík tapaði

Dominos-deild kvenna í körfuknattleik fór af stað í kvöld og áttu Suðurnesjaliðin þrjú öll heimaleiki, nýliðar Njarðvíkur fengu Val í heimsókn í Ljónagryfjuna, Grindavík og Haukar mættust í Mustad-höllinni og Stjarnan leit við í heimsókn í Keflavík.

Grindvíkingar höfðu sigur á Haukum í Grindavík, 78-63. Keflvíkingar sýndu gestrisni gegn Stjörnunni og töpuðu með fimm stiga mun, 56-61. Njarðvíkingar áttu fínan leik gegn Valsstúlkum og höfðu sigur, 77-74, þar sem Carmen Tyson-Thomas fór á kostum og skoraði 53 stig fyrir nýliðana.