Nýjast á Local Suðurnes

Lifðu til fulls í Bókasafni Reykjanesbæjar

Júlía Magnúsdóttir höfundur bókarinnar Lifðu til fulls : yfir 100 ómótstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma kemur í Bókasafnið og ræðir sykurlausan lífstíl og er nýútkomna bók sína í Bókasafni Reykjanesbæjar í dag á milli klukkan 17 og 18.

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn, sem er hluti af Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ og er aðgangur ókeypis. Júlía er næringar- og lífsstílsráðgjafi, heilsumarkþjálfi og stofnandi og eigandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfunar og heldur úti vefsíðunni http://lifdutilfulls.is/