Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már valinn varnarmaður vikunnar í SSC-deildinni

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Elvar Már Friðriksson og liðsfélagi hans, Adrian Gonzalez, voru valdir leikmenn vikunnar í bandarísku SSC-deildinni í háskólakörfuboltanum. Báðir áttu frábæra leiki, en Elvar Már var einstaklega sterkur bæði í vörn og sókn í þeim tveimur leikjum sem fram fóru í vikunni.

Elvar Már, sem hlaut titilinn varnarmaður vikunnar, sló persónulegt met í leik gegn Florida State, en í leiknum skoraði Elvar Már 27 stig, varði þrjá bolta, sem er persónulegt met, auk þess var kappinn með fjóra stolna bolta, tók fimm varnarfráköst og gaf 10 stoðasendingar í þeim leik. Í næasta leik á eftir, gegn Florrida Tech, skoraði Elvar Már 37 stig, tók 5 varnarfráköst og gaf níu stoðsendingar.

Lið Elvars Más, Barry, endaði deildarkeppnina í efsta sæti og tekur á móti Florida Tech í úrslitakeppninni sem hefst annað kvöld.