Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaslagur í Maltbikarnum

Grindavík og Keflavík munu mætast í átta liða úrslitum Maltbikarkeppni kvenna, en leikið verður í Mustad-höllinni í Grindavík 14. eða 15. janúar.

Grindvíkingar eru eina Suðurnesjaliðið sem enn er með í Maltbikarnum í karlaflokki, en þeir drógust gegn Þór Akureyri og verður leikið á heimavelli þeirra síðarnefndu.

Drátturinn í átta liða úrslit kvenna:
Snæfell – Stjarnan
Grindavík – Keflavík
Breiðablik – Haukar
Skallagrímur – KR

Drátturinn í átta liða úrslit karla:
Þór Ak. – Grindavík
Höttur – KR
Valur – Haukar
Þór Þ. – FSu