Nýjast á Local Suðurnes

Kjaradeila kennara – Óttast að kennarar muni ekki draga uppsagnir til baka

Kennarar og Samband sveitarfélaga sömdu um launakjör þann 30. nóvember síðastliðinn, en samningurinn bíður þó enn samþykktar kennara. Áður höfðu nær allir kennarar Njarðvíkurskóla sagt upp störfum sínum vegna kjaradeilunnar.

Alls sögðu 20 af 28 kennurum Njarðvíkurskóla upp störfum. Flestir munu kennararnir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest og munu samkvæmt því hætta störfum í lok febrúar næstkomandi.

Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla sagði í samtali við Suðurnes.net að einhverjir kennarar hafi dregið uppsagnir sínar til baka, en hún óttist þó að einhverjir muni standa við uppsögn og hætta störfum.

“Hér hafa einhverjir dregið uppsagnir sínar til baka og á von á því að þær verði fleiri einhverjir að bíða eftir niðurstöðu kosninga um samninginn. Óttast þó að einhverjir kennara munu ekki draga uppsögn sína til baka og hætta störfum.” Sagði Ásgerður.