Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjakonur í stjórnmálum skrifa undir #Metoo áskorun

Mynd: Wikipedia

Ráðherrar, þingkonur og konur í borgar- og sveitarstjórnarmálum eru í hópi nokkur hundruð kvenna sem ræða málin sín á milli í nýstofnuðum Facebook-hópi. Í hópnum skiptast konurnar á frásögnum og greina frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir af karlmönnum í stjórnmálastétt, sveitastjórn og innan stjórnsýslunnar.

Þá býðst konum að skrifa undir áskorun til stjórnmálanna undir yfirskriftinni Í SKUGGA VALDSINS #METOO og hafa á fjórða hundrað konur skrifað undir, þar á meðal nokkrar sem taka þátt í stjórnmálum á Suðurnesjum. Eftir því sem Suðurnes.net kemst næst arf undirskrift á listanum þó ekki að þýða að viðkomandi hafi orðið fyrir áreitni, heldur gæti verið um stuðningsyfirlýsingu að ræða.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Jasmina Crnac, Oddviti Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi og fulltrúi velferðarnefndar í Reykjanesbæ fyrir A-lista eru á meðal þeirra kvenna sem rita nafn sitt undir áskorunina.