Nýjast á Local Suðurnes

VIGT hlaut virt verðlaun fyrir húgsgagnalínu sína

Grindvísku mæðgurnar í VIGT hlutu á dögunum Distributed Design verðlaunin á Íslandi 2019 fyrir húgsgagnalínu sína, Allavega.

Það er Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem veitir verðlaunin. Karl Friðriksson forstöðumaður Fyrirtækja og frumkvöðlasviðs Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands afhenti Distributed Design verðlaunin á Íslandi á dögunum í húsakynnum VIGT í Grindavík.

VIGT er samstarf móður og þriggja dætra hennar sem hafa hannað og framleitt vörur á Íslandi síðan 2013 og leggur fyrirtækið áherslu á einfaldleika, gæði og réttsýni í framleiðslu sinni. Vörur fyrirtækisins geta þannig verið framleiddar hvar sem er í heiminum úr staðbundnum efnivið. VIGT leggur áherslu á umhverfisvæna og mannúðlega framleiðsluhætti og að vanda valið vel á samstarfsaðilum á Íslandi sem og erlendis.