Nýjast á Local Suðurnes

Loka Reykjanesbraut og flugi aflýst

Vegagerðin hefur tilkynnt um lokun Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar frá klukkan eitt á aðfaranótt mánudags. Þá hefur öllu flugi verið aflýst á Keflavíkurflugvelli til klukkan 10 á mánudagsmorgun.

Veðurspá gerir ráð fyrir suðaustan roki eða ofsaveðri, 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi.

Fólki er ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.

Nánari upplýsingar um lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is og flugupplýsingar má finna á vefnum airport.is