Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkursigur í Hafnarfirði

Carmen Tyson-Thomas var atkvæðamest í liði Njarðvíkur, þegar liðið lagði Hauka að velli í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í gær, 73-74, en hún skoraði 40 stig og tók 16 fráköst.

Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn í leiknum framan af og leiddu með níu stigum í hálfleik, 28-37. Haukar söxuðu svo smátt og smátt á forskot Njarðvíkinga eftir því sem leið á síðari hálfleikinn, en Njarðvíkingar reyndust sterkari á lokakaflanum og lönduðu eins stigs sigri, 73-74.

Carmen Tyson-Thomas var stigahæst Njarðvíkinga eins og áður sagði með rúmlega helming stiga liðsins, eða 40, en Soffía Rún Skúladóttir kom næst með 12 stig.