Nýjast á Local Suðurnes

Ingvar frá í sex vikur

Mynd: Facebook/Sandefjord

Njarðvíkingurinn Ingvar Jóns­son, markvörður norska knatt­spyrnuliðsins Sand­efjord, fót­brotnaði í leik liðsins við Lilleström í lokaum­ferð norsku úr­vals­deild­ar­inn­ar á sunnu­dag­inn og verður frá næstu sex vikurnar.

Þetta kemur fram á fésbókarsíðu norska liðsins, en þar segir að Ingvar, sem lék alla leiki liðsins á tímabilinu, hafi verið borinn af velli á 30. mínútu leiksins. Þá segir í frétt knattspyrnuliðsins að tímasetningin sé lán í óláni en tímabilinu lauk á sunnudag og að næsta verkefni landsliðsins sé í janúar, en Ingvar hefur verið í fastamaður hópi ís­lenska landsliðsins und­an­far­in miss­eri.