Nýjast á Local Suðurnes

Rukka fyrir pissið í menningarhúsi

Bæjarráð Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum að takið verði gjald af ferðamönnum sem nýta sér salernisaðstöðu sveitarfélagsins í Kvikunni.

Gjaldið verður aðeins innheimt ef einungis er nýtt sú aðstaða.

Kvikan er menningarhús Grindavíkurbæjar og hýsir jafnframt Saltfisksetur Íslands og Guðbergsstofu. Þá var opnuð upplýsingamiðstöð í húsnæðinu þegar eldgosið hófst við Fagradalsfjall.