Nýjast á Local Suðurnes

Úttekt á Grindavíkurvegi – Um 20 milljónir klárar í fyrstu framkvæmdir

Vega­gerðin hefur tekið frá um 20 millj­ón­ir króna vegna fyrstu fram­kvæmda í um­hverfi Grind­ar­vík­ur­veg­ar, en farið verður í framkvæmdir þegar niður­stöður út­tekt­ar varðandi umferðaröryggi á Grindavíkurvegi liggja fyr­ir. Vegagerðin gerir ráð fyrir að farið úttektina á næstu vikum og í kjölfarið verði öryggissvæði við veginn lagað.

Þá mun kostnaður vegna lagfæringar á veginum einnig vera til skoðunar hjá Vegagerðinni, en tvö banaslys urðu á Grindavíkurvegi með skömmu millibili í vetur. Grinda­vík­ur­veg­ur er ekki á sam­göngu­áætlun en í áætl­un­inni er svig­rúm til að fara fljótt í fram­kvæmd­ir á veg­um sem mikið álag er á vegna ferðamanna­straums.