Nýjast á Local Suðurnes

Óánægja vegna leiks á Facebook – Starfsmaður fyrirtækisins vann miða á tónleika

Fyrirtækið TG Raf ehf. í Grindavík hefur vakið töluverða athygli í dag, en forsvarsmenn fyrirtækisins ákváðu að standa fyrir leik á Facebook, sem settur var af stað þann 28. júlí síðastliðinn. Birt var mynd af fiskikari sem var fullt af kopar og áttu þátttakendur að giska á þyngd karsins, auk þess að setja „like“ á færsluna og deila henni. Í vinning voru tveir miðar á tónleika Muse sem fram fara í Laugardalshöll um næstu helgi.

Þátttakan var góð í leiknum og “like-uðu”, deildu og giskuðu fleiri hundruð manns á þyngdkarsins. Nafn Vinningshafans var svo tilkynnt á mánudagskvöld, eins og lofað hafði verið og var það starfsmaður fyrirtækisins sem vann. Hann var reyndar nokkrum kílóum frá réttri þyngd, en giskaði á að karið væri 645 kíló að þyngd en það reyndist vera 640 kíló.

DV.is greinir frá því að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa eins og von var á, eftir að að uppgötvaðist að starfsmaður fyrirtækisins hafði unnið og menn létu óánægju sína óspart í ljós í ummælum á Facebook – “Hahahahaa þetta er mesta prump sem fyrirtæki getur gert í Facebook leik 😂” Sagði einn og annar bætti við: “Shiiiiii virkilega lèlegt af ykkur👎”

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Tómas Guðmundsson blandaði sér svo í umræðuna og útskýrði málin frá sinni hlið, auk þess að þakka fólki fyrir þátttökuna:

Sælt veri fólkið. Ég í sakleysi mínu ákvað að gefa miða sem ég keipti á Muse tónleika með að stækka starfsmannaleik sem við vorum með í gangi hjá starfsmönnum okkar.
Gisk okkar innan TG rafs voru frá 450kg til 2,8 tonn og svo ótrúlega vildi til að starfsmaður vann þetta eingöngu með því að fylgja reglum sem voru skýrt teknar fram í byrjun leiks (giska, læka, deila). Við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því hvernig þetta myndi líta út en engu að síður var þetta niðurstaðan. Okkur fannst ekki heldur rétt að ganga fram hjá starfsmönnum þar sem þetta byrjaði sem starfsmannaleikur. Ef þið viljið ausa úr reiðiskálunum yfir þeirri ákvörðun er ykkur velkomið að láta mig hafa það en þessi leikur kemur fyrirtækinu og þeirri þjónustu sem það býður upp á lítið við. Þetta átti aðeins að vera til gamans og vonast ég til að flestir hafi haft gaman af. Ást og friður 😉

 

Alla umræðuna má lesa hér fyrir neðan, en fjölmargir gestir síðunnar lofa fyrirtækið þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki gengið sem skildi.