Nýjast á Local Suðurnes

Valdimar hefur misst 25 kíló og er klár í 10 kílómetrana

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson hefur misst rúmlega 25 kíló, eftir að hann byrjaði undirbúning fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fer þann 20. ágúst næstkomandi. Valdimar stefnir á að hlaupa 10 kílómetra.

Fram kemur á Fésbókarsíðunni “Mín áskorun” að söngvarinn góðkunni hafi losað sig við 50 kíló af fitumassa og að upp hafi byggst 25 kíló af vöðvum. Hann getur nú framkvæmt hluti sem hann var löngu hættur að geta. Hann segist hafa verið orðinn andstuttur á tónleikum og oft hafa upplifað aðsvif á sviði. Hnén eru hætt að verkja og hann er byrjaður að geta tekið þátt í íþróttum með vinum sínum. Hér áður fyrr hefði hann verið búinn að vera eftir tvær mínútur.

„Ég hreyfði mig ekki neitt og gerði ekkert. Ég finn hvað allt er auðveldara. Ég er farinn að geta gert hluti sem ég átti orðið mjög erfitt með. Þetta hjálpar líka til, því meiri vöðvamassa sem maður hefur því meira brennur maður og svo framvegis.“ Sagði Valdimar í viðtali við Vísi.is á dögunum.

Valdimar hleypur fyrir Krabbameinsfélag Íslands og hægt er að heita á hann hér. Þá er hægt að fylgjast með árangrinum í undirbúningnum á Facebook-síðunni “Mín áskorun