Nýjast á Local Suðurnes

Svikahrappar senda skilaboð í nafni veitingahúss í Reykjanesbæ

Svo virðist sem svikahrappar nýti sér Facebook-síður fyrirtækja sem eru með gjafaleiki í gangi á samfélagsmiðlinum vinsæla. Yfirleitt virðist þetta virka þannig að send eru skilaboð á þátttakendur hvar þeim er tilkynnt um vinning og þeir beðnir um að smella á hlekk, sem þá væntanlega beinir viðkomandi á vefsíðu svikahrappa.

Veitingastaðurinn Rétturinn varar við slíkum skilaboðum, en á Facebook-síðu staðarins er bent á að send séu skilaboð í nafni staðarins sem þó hefur verið breytt lítillega, eins og sjá má í tilkynningu frá staðnum sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan.

Varist eftirlíkingar
Kæru vinir. Því miður eru óprúttnir aðilar búnir að koma sér fyrir á Facebook sem „Rétturinn Ehf” – þetta erum ekki við og þeir hafa því miður verið að senda vinabeiðnir og skilaboð. Okkar nafn á Facebook er „Rétturinn ehf” með litlu ,,e” í ehf.
Vinsamlega ekki staðfesta vinabeiðnir þeirra né svara skilaboðum, vinsamlega tilkynnið Facebook um málið.
Vonandi að þetta hafi ekki þegar haft áhrif á neitt ykkar.
Þessi síða er líka að senda fólki skilaboð með hlekk, vinsamlega látið það alfarið í friði og við ítrekum að þessi síða „RétturinnEhf” hefur akkúrat ekkert með okkar starfsemi á Réttinum að gera.

Með vinsemd og virðingu.
Rétturinn ehf