Nýjast á Local Suðurnes

2 deildin: Njarðvík á toppnum – Víðir í fimmta sæti

Njarðvík eru á toppi 2. deild­ar karla í knatt­spyrnu eftir að liðið lagði botnlið Sindra að velli 2-1 á Hornafirði í 13. um­ferð deild­ar­inn­ar.

Styrm­ir Gauti Fjeld­sted og Atli Freyr Ottesen gerðu mörk Njarðvík­inga sem fóru þar með upp­fyr­ir Magna á marka­tölu. Njarðvík og Magni eru með 27 stig hvort.

Víðir er í 5. sæti með 19 stig en liðið tapaði 2-1 fyrir Vestra á heimavelli. Pawel Grudz­inski skoraði fyr­ir Víði í fyrri hálfleik, en Vestri setti tvö í þeim síðari.