Nýjast á Local Suðurnes

Hing-Glover afgreiddi Keflavík

Grindavíkurstúlkur lögðu þær keflvísku að velli í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi, leiknum sem fram fór á Grindavíkurvelli lauk með 2-1 sigri heimastúlkna.

Keflvíkingar komust yfir með marki frá Amber Pennybaker eftir 20 mínútna leik, en tvö mörk Marjani Hing-Glover í síðari hálfleik tryggði Grindvíkingum stigin þrjú.

Grindavíkurstúlkur eru efstar í B-riði 1. deildar með 22 stig eftir 9 leiki. Keflavíkurstúlkur eru í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig en eiga leik til góða.