Nýjast á Local Suðurnes

Slappir Grindvíkingar töpuðu gegn Gróttu

Grindvíkingar töpuðu 1-0 gegn liði Gróttu í 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Liðið er situr sem fastast um miðja deild, 10 stigum frá toppliðunum og möguleikar á sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári eru þar með nánast orðnir að engu.

Framlína Grindavíkur var slöpp í gærkvöldi, en samkvæmt textalýsingu fótbolti.net áttu Grindvíkingar eitt færi í síðari hálfleik, á 89. mínútu, það ásamt sterkum varnarleik Gróttu réði úrslitum í þessum leik.