Nýjast á Local Suðurnes

Byggja á vannýttum opnum svæðum í Dalshverfi

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkit að auglýsa skipulagslýsingu ásamt vinnslutillögu deiliskipulags á svæði í Dalshverfi II, en þar er stefnt á að nýta opin svæði undir íbúðir.

Um er að ræða meðal annars stórt svæði við Stapaskóla og nýtt íþróttahús Njarðvíkur. Markmið skipulagsbreytinganna er að bæta framboð á sérbýli á hentugum svæðum innan sveitarfélagsins, nýta innviði og vannýtt opin svæði og bregðast þannig við eindregnum óskum sem komið hafa fram í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi, segir í fundargerð ráðsins.