Nýjast á Local Suðurnes

10 Víðismenn lögðu Kára

Lið Víðis úr Garði tók á móti liði Kára í þriðjudeildinni í Gærkvöld. Viðismenn sem nýlega styrktu lið sitt með leikmönnum frá Serbíu höfðu betur, 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri megnið af leiknum en einn af hinum nýju leikmönnum liðsins, Aleksandar Stojkovic var sendur í sturtu á 25. mínútu. Það var Almar björn Viðarsson sem skoraði mark Víðismannu undir lok fyrri hálfleiks.

Víðismenn voru þó óheppnir því önnur lið í botnbaráttu deildarinnar unnu sína leiki líka og er staða liðsins því sú sama og fyrir leik, liðið situr í 8. sæti deildarinnar með tíu stig. Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn KFS þann 8. ágúst.