Nýjast á Local Suðurnes

Síldarkvöld Knattspyrnudeildar Njarðvíkur á föstudagskvöld

Það verður án efa mikið fjör í Víkingaheimum á föstudagskvöld þegar Knattspyrnudeild Njarðvíkur stendur fyrir síldarhlaðborði til fjáröflunar fyrir deildina. Njarðvíkingar munu bjóða upp á hina ýmsu síldarrétti í bland við vönduð skemmtiatriði.

Veislustjóri verður matreiðslumaðurinn Haraldur Helgason en auk hans verður meðal annars boðið upp á harmonikkuleik og svo mun DJ Vöggur stíga á stokk og halda uppi stuðinu fram eftir kvöldi með tónlist sem hæfir viðburðinum.

nja sild

Knattspyrnudeildin mun einnig bjóða unna síld til sölu í handhægum og snyrtilegum umbúðum. Minni pakkingin 200 g og fatan 2.1 kg, segir í tilkynningu.

Hægt er að panta miða og síld með því að senda línu á njardvikfc@umfn.is og síma 421 1160 og 862 6905.

Næstu vikur verða annasamar hjá Knattspyrnudeildinni en auk síldarkvöldsins hefur deildin boðið upp á saltfisk á laugardögum í félagsheimili sínu og þá er framundan Jólahraðmót Njarðvíkur í knattspyrnu sem fram fer föstudaginn 4. desember í Reykjaneshöll, þar munu leiða saman hesta sína auk Njarðvíkurliðsins lið Grindavíkur, ÍBV, Reynis og Þróttar Vogum.

Knattspyrnudeildin hélt úti skemmtilegu boltaspjalli í sumar þar sem þjálfarar liðsins voru teknir í spjall eftir heimaleiki, nú hafa þeir skellt í eitt síldar- og saltfiskspjall sem sjá má með því að smella hér.