Nýjast á Local Suðurnes

Festist á grjóti uppi á hringtorgi

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Nú síðast í gærkvöldi missti ökumaður sem var á ferð eftir  Garðvegi stjórn á ökutæki sínu í hálku og endaði utan vegar.

Þá var bifreið ekið yfir hringtorg á Njarðarbraut. Hún lenti uppi á grjóti og sat föst á því. Bifreið frá Bílaflutningum var fengin til að losa hana.

Enn fremur stöðvaðist rúta í hringtorginu á Reykjanesbraut við Aðalgötu vegna bilunar. Óku ökumenn út fyrir hringtorgið til að komast fram hjá henni með þeim afleiðingum að þremur bifreiðum var ekið á umferðarskilti og einni þeirra var bakkað á annað ökutæki eftir að hafa klesst á skiltið.

Engin meiðsl urðu á fólki í þessum óhöppum