Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már og félagar í 32-liða úrslit NCAA – Hefja leik þann 11. mars

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Elvar Már Friðriksson og félagar í körfuknattleiksliði Barry háskóla taka þátt í 32-lið úrslitum NCAA-keppninnar. Liðið leikur gegn Eckerd þann 11. mars næstkomandi.

Barry lék tvívegis gegn Eckerd í deildarkeppninni og vann báða leikina, þar af var annar þeirra tvíframlengdur spennutryllir. Barry varð deildarmeistari í SSC-deildinni, en féll úr leik í undanúrslitum. Eckerd endaði sömu deild í fimmta sæti.

Þetta er í sjöunda sinn sem lið Barry háskóla kemst í 32-liða úrslit NCAA-keppninnar, en á síðasta ári fél liðið úr leik í 8-liða úrslitum.