Nýjast á Local Suðurnes

Flottur árangur Njarðvík á Gothia Cup

A-lið Njarðvíkur í 4. flokki karla komst í undanúrslit á Gothia Cup knattspyrnumótinu sem haldið er í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn sem Njarðvík sendir iðkendur á mótið.

A-lið Njarðvíkur í 4.flokki karla keppti í undanúrslitum í B. riðli á Gothia Cup og náði þar með besta árangri allra íslenskra liða í 4. flokki karla á mótinu.
Leikurinn endaði með 2-0 sigri sænska liðsins IF Brommapojkarna sem vann síðan úrslitaleikinn daginn eftir og urðu þar með Gothia Cup meistarar í B riðli.

Stúlknalið Njarðvíkur náði þeim frábæra árangri að komast í A úrslit eftir riðlakeppnina og enduðu á að detta út í 16 liða úrslitum á móti gríðarsterku liði frá Svíþjóð. Stelpurnar enduðu því í topp 16 af 88 liðum.

Allir þátttakendur, þjálfarar og fararstjórar voru himinlifandi með ferðina sem heppnaðist vel, og voru krakkarnir til fyrirmyndar, segir í tilkynningu.