Nýjast á Local Suðurnes

Þrýstingur byggist upp og líkur á gosi aukast

Líkanreikningar sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram á sama hraða og áður. Í fyrri atburðum hefur kvika hlaupið þegar heildarmagn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi er á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu, en þar segir að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé komið yfir þau mörk, sem greint er frá hér að ofan. Þrýstingur í kvikuhólfinu heldur því áfram að byggjast upp og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi yfir í Sundhnúksgígaröðina og jafnvel eldgosi á næstu dögum.

Nánar á vef Veðurstofu: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/jardhraeringar-grindavik