Nýjast á Local Suðurnes

Starfsemi leikskóla komin í eðlilegt horf eftir mygluvandamál

Framkvæmdum við endurbætur í leikskólanum Sólborg, sem ráðist var í eftir að mygla greindist í húsnæðinu, er nú lokið og starfsemin því komin í eðlilegt horf.

Vestari bygging Sólborgar (nýrri bygging) var tekin í notkun um áramótin eftir endurbætur og nú er semsagt búið að ljúka endurbótum í austari hluta (eldri bygging) Sólborgar. Því hafa þau tæplega 40 börn, sem verið hafa í skólaseli Sandgerðisskóla frá því að mygla greindist í Sólborg sl. haust, getað snúið aftur í leikskólann sinn.

Yngstu börnin, um 40 talsins, eru eftir sem áður í Mánaborg á Stafnesvegi.

Sólheimar 1-3, sem í daglegu tali er nefnt „brúna hús“ ,hefur verið lokað frá því að mygla greindist þar sl. haust og verður ekki nýtt aftur sem leikskóli.