Nýjast á Local Suðurnes

Lýsi kaupir Ice Fish

Sandgerðishöfn - Mynd: Suðurnesjabær / Sigurður Stefánsson

 Lýsi hf. hef­ur gengið frá kaup­um á öllu hluta­fé í Ice Fish ehf. í Sand­gerði. Helstu markaðir Ice fish eru einkum í Evr­ópu og Am­er­íku, en auk þess er hluti af afurðunum seld­ur til Asíu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lýsi hf., sem birt er á vef mbl.is þar seg­ir að Ice Fish ehf. sé rót­gró­inn birg­ir hágæðahrá­efna úr fiskaf­urðum sem nýtt séu m.a. í loðdýra- og gælu­dýra­fóður auk mann­eld­is o.fl. Hrá­efni fé­lags­ins sé aðallega unnið úr hvít­um fiski eins og þorski, ýsu og flat­fiski, auk lax og bleikju. Þá býður Ice Fish einnig upp á fisk­húð til gelat­ín- og kolla­genfram­leiðslu.

Fyrrum eigendur Ice Fish munu starfa áfram hjá fyrirtækinu.