Nýjast á Local Suðurnes

Már nældi í bronsverðlaun á HM – Bætti Íslandsmet tvisvar sama dag

Mynd: Facebook / Íþróttasamband fatlaðra

Már Gunn­ars­son vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á heims­meist­ara­móti fatlaðra í sundi í London í kvöld. Hef­ur hann tví­bætt Íslands­metið á sama deg­in­um.

Már kepp­ir í flokki S11, flokki blindra, og synti vega­lengd­ina á 1:10,43 mín­út­un­um. Þar bætti hann Íslands­met sitt sem stóð í hálf­an dag eða svo. Það met setti Már í undanúr­slit­um fyrr í dag og var þá á tím­an­um 1:11,40 mín­út­um.