Nýjast á Local Suðurnes

Töluverður munur á ávöxtun lífeyrissjóða – Festa neðarlega á lista

Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar (sjóðurinn gekk inn í B-deild Brúar lífeyrissjóðs árið 2017) hefur ávaxtað fé sjóð­fé­laga vel, sé litið til ára­bils­ins 2007 til og með 2017, eða um 3,8 pró­sent. Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna Bún­að­ar­banka Íslands hefur þó ávaxtað fé sjóð­fé­laga best allra eða um 5,8 pró­sent yfir sama tímabil.

Lífeyrissjóðurinn Festa er aftur á móti neðarlega á lista eða í 17. sæti af þeim 25 sjóðum sem kannaðir voru. Ávöxtun sjóðsins er 2,6 prósent.

Þetta kemur fram í sam­an­tekt hjá Hall­grími Ósk­ars­syn­i, verk­fræð­ingi og fram­kvæmda­stjóra rann­sókn­ar- og ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Verdict­a.is, sem fjallað er um á vefmiðlinum Kjarnanum. Hallgrímur birtir yfir­lit yfir ávöxtun íslenskra líf­eyr­is­sjóða með marg­vís­legum fyr­ir­vörum þó, enda hægt að mæla heil­brigði ávöxt­unar líf­eyr­is­sjóða út frá ýmsum mæli­kvörð­u­m.

Nokkrir fyr­ir­var­ar eru settir við birt­ingu upp­lýs­ing­ana, en þeir eru þess­ir:

1) Ávöxtun í for­tíð er ekki endi­lega vís­bend­ing á ávöxtun í fram­tíð.

2) Ávöxtun er ekki eini mæli­kvarð­inn á stöðu líf­eyris við starfs­lok en er þó mik­il­væg­asti mæli­kvarð­inn. Fleira skiptir þó máli, eins og að sumir sjóðir stækka sér­eign með því að setja hluta sam­eignar í sér­eign og það hefur áhrif á stöðu hvers og eins við starfs­lok. Töl­urnar í töfl­unni taka ekki til­lit til ávöxt­unar á þeim hluta skyldu­ið­gjalds­ins sem varið er í sér­eign, en ávöxtun kann stundum að vera hærri í sér­eign en í sam­eign.

3) Munur getur verið á mark­aðsvirði eigna og bók­færðu virði hjá sumum sjóð­um. Marg­feld­is­með­al­talið í töfl­unni sýnir á bók­fært verði eigna. Getur slíkt breytt röð sjóða.

4) Það fæst aðeins annað mat með því að reikna ávöxtun út frá dag­legu gengi en hér er reiknað út frá árs­töl­um. Dag­legt gengi er hins vegar ekki reiknað nema fyrir til­tölu­lega fáa sjóði og því er ekki hægt að byggja á því hér.

5) Hér er miðað við ávöxtun sjóðs og for­vera hans, þannig að slæmur árangur til­tek­inna for­vera dregur suma sjóð­ina niður eðli máls­ins sam­kvæmt.

6) Að auki er rétt að hafa þann almenna fyr­ir­vara að ávöxtun er í eðli sínu slembin og getur farið eftir til­vilj­unum og heppni eða óheppni.