Nýjast á Local Suðurnes

Fimm börn og fjórir starfsmenn smitaðir

Fimm börn og fjórir starfsmenn á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni, eftir að smit kom upp á leikskólanum á fimmtudag.

Leikskólinn hefur verið lokaður síðan smitið kom upp og allir starfsmenn hafa farið í fyrri skimun og fara í þá síðari á aðfangadag. Nemendur leikskólans, sem ekki hafa sýnt einkenni, verða einnig skimaðir á aðfangadag.

Um 300 leikskólastarfsmenn og -börn eru í sóttkví á Suðurnesjum eftir að smit greindust á Holti, á leikskólastigi Stapaskóla og á leikskólanum Gefnarborg í Garði.