Nýjast á Local Suðurnes

Hyggst kæra tafir á tvöföldun Reykjanesbrautar

Guðbergur Reynisson, forsvarsmaður Facebook-hópsins Stopp – hingað og ekki lengra, kannar möguleika á að kæra tafir á framkvæmd útboðs á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að Hvassahrauni til umboðsmanns Alþingis. Erindi þessa efnis hefur þegar verið sent á umboðsmann.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur fjármagn í framkvæmdina þegar verið samþykkt af Alþingi, en svo virðist sem upphæðin, um þrír milljarðar króna hafi verið nýtt í annað.

Guðbergur tilkynnti þetta á vettvangi Facebook-hópsins og má sjá pistil hans í heild hér fyrir neðan.

Þar sem ráðamenn landsins virðast leika sér með mannslíf okkar Suðurnesjamanna í einhvers konar refskák og þar sem Samgönguráðherra gerir umhverfis og samgöngunefnd , Alþingi og Suðurnesjamenn alla að fiflum með því að leika sér með fyrirfram löngu úthlutaða fjármuni er ég búinn að óska eftir fundi með Umboðsmanni Alþingis

Vonandi vill hann hitta mig og leiðbeina mér hvernig ég legg fram kæru í þessu máli.

Við höfum reynt að há þessa baráttu friðsamlega en ég held að þetta verði síðasti fundurinn í þeim dúr því miður.

“3.0. Hlutverk og starfshættir umboðsmanns Alþingis.
Hlutverk umboðsmanns er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt einstaklinga gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal umboðsmaður gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti, sbr. 2. gr. laga nr. 85/1997.”

Sjáum til hvort stjórnkerfið virkar.