Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur hættir sem þjálfari Njarðvíkur – Rafn Vilbergsson tekur við

Guðmundur Steinarsson er hættur hjá Njarðvík, hann er til hægri á myndinni

Guðmundur Steinarsson er hættur sem þjálfari Njarðvíkinga í knattspyrnu og Rafn Vilbergsson hefur verið ráðinn í hans stað út tímabilið. Ómar Jóhannsson mun áfram gegna starfi aðstoðarþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Njarðvíkur, sem er að finna hér fyrir neðan. Liðið leikur í 2. deildinni og er sem stendur um miðja deild.

Stjórn knattspyrnudeildarinnar hefur komist að samkomulagi við Guðmund Steinarsson um að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks félagsins. Vill stjórn deildarinnar nota tækifærið og þakka Guðmundi fyrir gott samstarf undanfarin ár. En Guðmundur hefur þjálfað meistaraflokk síðustu þrjú tímabil.

Rafn Vilbergsson leikmaður félagsins mun stýra liðinu út keppnistímabilið. Bjóðum við hann velkominn til starfa. Hann mun stýra fyrstu æfingunni annað kvöld og þá mun Ómar Jóhannsson  áfram gegna starfi aðstoðarþjálfara.