Nýjast á Local Suðurnes

Loka fyrir aðgang að gossvæðinu í nótt

Lokað verður fyrir aðgang almennings að gosstöðvunum í nótt klukk­an 4 vegna slæmr­ar veður­spár. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu. 

Gul veðurviðvör­un er í gildi frá klukk­an 6 í fyrra­málið á Suður­landi og frá klukk­an 7 fyr­ir Faxa­flóa og Miðhá­lendið. Viðvör­un­in gild­ir fram yfir há­degi, en ekki hef­ur verið gefið út hvenær gosstöðvarn­ar muni opna aft­ur.