Nýjast á Local Suðurnes

Vel gengur í bólusetningum á Suðurnesjum – 2.000 bólusettir í vikunni

Í vikunni munu skjólstæðingar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hljóta alls um 2.020 skammta af Covid-bóluefni.

Haldið verður áfram að gefa fólki með undirliggjandi áhættuþætti, bæði fyrri og seinni sprautur, auk þess sem boðið verður upp á „opið hús“ milli kl. 12 og 13 á föstudag þar sem einstaklingum 60 ára og eldri (fæddir 1961 og fyrr) sem ekki hafa fengið bólusetningu, býðst bólusetning með AstraZeneca.

Bólusetningar fara fram, sem fyrr, í húsnæði landhelgisgæslunnar á Ásbrú.

Bólusett er eftir listum frá Embætti landlæknis og því getur afgreiðsla á HSS ekki veitt frekari upplýsingar um stöðu einstaklinga, segir í tilkynningu á Facebook.

Vel hefur gengið í bólusetningum undanfarnar vikur en hingað til hefur starfsfólk HSS gefið alls 8.093 skammta.