Sara tók áskorun og reyndi að halda klósettpappírsrúllu á lofti – Myndband!

CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir tekur því sem að henni er rétt og skoraðist ekki undan áskorun frá þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Kari Pearce um að reyna að halda klósettrúllu á lofti og hún tók þeirri áskorun.
Margir hafa reynt við þessa áskorun með misjöfnum árangri og er óhætt að segja að Sara sem reyndi nokkrum sinnum við klósettrúlluna hafi ekki haft erindi sem erfiði. Hún dó þó ekki ráðalaus og fann upp nýja áskorun í staðinn sem fellst í því að reyna að halda dós uppi á flötum lófa sem lengst.
Árangurinn má sjá hér fyrir neðan: