Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara fer rólega af stað á Heimsleikunum í CrossFit

Mynd: Facebook DFC

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir byrjaði ekki vel á Heimsleikunum í Crossfit sem fram fara í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum um helgina. Sara er í 26. sæti eftir fyrsta dag leikanna.

Breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi leikanna í ár, en 134 keppendur hófu leik í kvennaflokki og var fækkað niður í 75 keppendur eftir fyrsta dag. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn.

Sara er þó klár í áframhaldið, ef marka má færslu hennar á Instagram eftir fyrsta daginn, en þar eru skilaboðin stutt og hnitmiðuð – Hún getur ekki beðið eftir að keppni hefjist á degi 2.

 

View this post on Instagram

 

Tomorrow can’t come soon enough!

A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on